Froðusnakkar sem stela fjöðrum

Á dögunum auglýsti Ísafjarðarbær í samstarfi við Súðavíkurhrepp og Bolungarvíkurkaupstað eftir metnaðarfullum einstaklingi í starf verkefnastjóra vegna móttöku flóttafólks. Menntunar- og hæfniskröfur voru taldar upp: umsækjendur skulu hafa háskólamenntun sem nýtist í starfi, æskilegt væri (ekki krafa um) að þekking á úrræðum sveitarfélagsins í opinberri stjórnsýslu og atvinnulífi og sem tengdust málaflokknum væri fyrir hendi, sömuleiðis væri æskilegt (ekki krafa um) að umsækjendur hefðu haldbæra reynslu í verkefnastjórnun. Góða ensku og íslenskukunnáttu skulu umsækendur hafa, þeir skulu hafa frumkvæði, hafa til að bera sjálfstæði og nákvæmni í vinnubrögðum og síðast, en ekki síst skulu þeir hafa framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.

Ég hefði ekki séð þessa auglýsingu nema vegna þess að face-book vinkona mín deildi henni (hún er enn ein fyrirtaksmanneskjan sem ég er svo vel sett að eiga sem vin á face-book). Auk þess að vinna að hinum ýmsu þjóðþrifamálum, lætur hún velferð fóttafólks sig miklu varða og vinnur aktívt hálparstarf á því sviði. Fyrst hugsaði ég: já, auðvitað er þetta staða fyrir hana, eins og sniðið fyrir hana og hún býr þar að auki þarna fyrir vestan. En nei, ónei - athugasemdir hennar við deilinguna voru að hana vantaði þessa umbeðnu háskólamenntun til að geta sótt um. Málið er að HÚN HEFUR ALLT HITT! En bara vegna þess að hún hefur ekki ALLT sem talið er umm fannst henni hún gæti ekki komið til greina sem umsækjandi. Þarna liggja margir hundar grafnir, þarna er ótrúlega mikill munur á körlum og konum - og ég veit býsna mikið um það eftir að hafa í gegnum tíðina tekið þátt í hundruðum ráðningarsamtala sem stjórnandi, ráðgjafi og observant bæði hér á landi og erlendis og þar sem bæði kynin hafa verið í viðtölum. Það er með ólíkindum hvað munurinn er mikill; til að einfalda þetta þá gera koonurnar minna úr öllu en karlarnir gera meira úr öllu. Eflaust eru undantekningar, ég hef bara ekki fyrirhitt þær.

Undrandi las ég opinbert CV karls nokkurs þar sem hver háskólinn á fætur öðrum hérlendis og erlendis er talinn upp og þar með gefið í skyn að viðkomandi hafi menntun þaðan - þrátt fyrir að almennt sé vitað að hann hefur í mesta lagi setið einn fund eða fyrirlestur á staðnum, maðurinn er nánast ómenntaður. Þrátt fyrir það hefur hann haft afar vellaunaða stöðu hjá hinu opinbera árum saman og er enn á spena þar. Svona einstaklinga er að finna víða í kerfinu, þeir hika ekki við að stela fjöðrum til að skreyta sig með, þeir læra réttu frasana og slá ryki í augu margra - en sem betur fer ekki allra - viðmælenda sinna - td. í ráðningarsamtölum. Afleiðingarnar verða að við sitjum uppi með óviðsættanlega marga óhæfa froðusnakka í mikilvægum stöðum í samfélaginu, froðusnakka sem uppfylltu í mesta lagi eina af uppsettum kröfum til starfsins.  Við höfum aftur á móti í mörgum tilvikum misst af best hæfa einstaklingnum sem ekki sótti um af því að hann uppfyllti ekki allar kröfurnar. Þetta er ekki í lagi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband