Illt er að tala tungum tveim og mæla sitt með hvorri"

Ég las á dögunum pistil þar sem höfundur fer mikinn í andúð sinni á andúð þeirra sem ala á útlendingahatri og öfgafullri þjóðernishyggju. Höfundur sem er að hasla sér völl í þjóðlífinu þessa dagana, hefur mörg orð um það hvernig við samlandar hans eigum að vita og muna hver séu grunngildi siðmenntaðra þjóða og hvernig skuli gefa rými fyrir mismunandi lífsskoðanir og lífsgildi. Aldrei skuli sætta sig við mismunun, sama hvað nafni sem hún nefnist, að öðrum kosti muni boðskapur heiðarleika, réttlætis og mannúðar ekki ná fram að ganga. Mér skilst að pilsillinn atarna sé úrdráttur úr ræðu sem höfundur hélt yfir skoðanasystkinum sínum og þar var víst ekki auga þurrt að ræðu lokinni. Það skil ég vel, ég hreinlega klöknaði við lesturinn! Þvílík manngæska, þvílíkt happ að hafa slíkan einstakling við stjórnvöl stofnuar! Hver er þetta eiginlega?  Augu mín snarþornuðu þegar ég las nafn höfundarins, ég þekki nefnilega til annarrar hliðar á viðkomandi og sú hlið er í hróplegu misræmi við þá skoðun sem fram kemur í skrifunum og einkennist hvorki af réttlæti né heiðarleika. Þvert á móti hefur höfundur stuðlað að ýmiskonar athæfi sem engan veginn samræmist því sem þar kemur fram. T.d. er "tilfærsla fjármagns" (eitthvað sem venjulegt fólk kallar þjófnað), mismunun og einelti eitthvað sem þessi réttlætispostuli getur bætt við CV ið sitt. Þvílíkur tvískinnungur! Það  mætti halda að pistlahöfundur ætlaði sér í framboð, skrifin líkjast svo mjög skoðun pólitíkusa - þ.e.a.s. í aðdraganda kosninga. Svo gleymist náttúrulega skoðunin sú. Já, illt er að tala ttungum tveim og mæla sitt með hvorri. 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband