Hundar og eldri borgarar í strætó

Einhvern veginn tekst að flækja alla skapaða hluti, samanber túlkun Reykjavíkurborgar á því hvernær borgari verður "eldri" borgari - þ.e.a.s. ef viðkomandi ætlar að nota almenningssamgögur. Á nokkrum mánuðum tókst að breyta aldurs-skilgreiningunni í þrígang; úr 67 ára yfir í 70 ára og nú aftur í 67 ára - það þarf nú oft minna en þetta til að rugla mann! Það eru reyndar ekki bara starfsmenn Reykjavikurborgar sem velkjast í vafa, það virðist sem eldri-borgara-skilgreiningin sé svolítið "hipsumhaps" hér á landi og hvert sveitarfélag hafi sinn háttinn á. Eftir 60 ára afmælisdaginn er maður boðinn velkominn i félag eldri borgara, fær afsláttarkort og hvað eina - þó ekki í strætó! Það getur semsé verið 10 ára munur á því hvenær meður flokkast sem eldri borgari, allt eftir því hvar maður býr og hvaða þjónustu er verið að sækja. Það mætti nú alveg líta til nágrannalandanna og sjá hvernig þessi mál eru leyst þar. Það var gert við undirbúning reglna um hunda í srætó, enda löng reynsla af því td. í Danmörku. Þar eru öll gæludýr velkomin, ef þau eru í búri eða tösku ferðast þau frítt, fyrir stóra hunda þarf að borga. Í dönskum strætó er líka alveg á hreinu hvenær borgari verður "pensionist" og borgar þá sem slíkur - og sömu reglur gilda um allt land. Hvaða ráðuneyti ætli eigi að sjá um þetta? Smgönguráðuneyti? Innanríkisráðuneytið? Spyr sú sem ekki veit :-)

Það á að vera pláss fyrir alla í strætó, fólk á öllum aldri og hunda af öllum stærðum og gerðum, en eins og annars staðar í samfélaginu þarf auðvitað að sýna tillitssemi og umburðarlyndi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband