Hver á að sjá um að ég fari á kjörstað?

Þeir eru margir starfshóparnir sem núverandi borgarstjórn hefur sett á laggirnar og um fæsta þeirra vitum við borgarbúar nokkuð  - hvað þá heldur heyrum við eitthvað af því sem út út hópvinnunni kom. Einn af hópunum átti samkvæmt erindisbréfinu að koma með tillögur að aðgerðum til þess að auka kosningarþátttöku í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningum 2018. Sérstaklega átti hópurinn að beina sjónum að ungu fólki og fólki af erlendum uppruna. Eitthvað hefur borgarstjóri verið uggandi yfir pólistískri framtíð sinni því honum lágu heil óskup á að fá þetta í gang, hann gaf hópnum einungis tæpa tvo máuði til að vinna verkið - en það hefur eflaust nægt þessum sérvalda fjörurra manna hópi þar sem tveir voru titlaðir "verkefnastjórar" en hinir tveir voru "sérfræðingar" . Niðurstöðum var skilað, ég hef ekki lesið neina skýrslu en fjallað var um þetta í fréttum fyrr í vikunni. Virtist sem áhersla fréttaflutningsins beindist sérstaklega að dvínandi kosningarþátttöku innflytjanda en orsökum þess gerð minni skil. Einn viðmælenda benti á að  hér á landi væru innflytjendur lengur að öðlast kosningarétt en td. á Norðurlöndunum og efast ég ekki um að hann sé að fara með rétt mál. Innflytjendur frá Norðurlöndunum þurfa að hafa búið á Íslandi í þrjú ár til að geta kosið, innflytjendur frá öðrum löndum í fimm ár. Fimm ár er langur tími ef einstaklingurinn hefur áhuga á stjórmálum og því samfélagi sem þú býrð í -  en þeir einstaklingar fara örugglega á kjörstað um leið og þeir fá kosningarétt.

Ég hef búið erlendis árum saman og samkvæmt reglum á þeim tíma fékk ég kosningarétt til sveitarstjórnakosninga eftir þriggja ára búsetu í landinu. Það var líka fyrst þá sem ég var orðin það vel að mér í gildandi reglum og hefðum í samfélaginu að ég gat metið hvaða áherslur ég vildi sjá, hvað þurfti að vera öðruvísi og hvað vildi ég sjá óbreytt. Það var líka fyrst þá sem ég hafði fullkomið vald á tungumálinu þannig að ég gæti fylgst með í töluðum og skrifuðum fréttaflutningi og öðrum upplýsingum um ástand og aðstæður í samfélaginu. Fyrr hefði ég ekki haft það til að bera sem mér finnst að þurfi að vera til að geta kosið, þe. þekkingu og skilning á samfélaginu og vald á tungumálinu. Það var enginn að eltast við að koma mér á kjörstað fyrr, ég sá sjálf um að verða mér úti um upplýsingar þagar ég var tilbúinn til að taka þá ábyrgð sem fylgir kosningarétti.

"Okkur gengur ekki nógu vel að miðla upplýsingum, hvorki um flokkana eða stefnumál þeirra,  upplýsingamiðlunin er að klikka dálítið" sagði formaður starfshópsins í viðtali á RUV. Það er ekkert skrítið segi ég - fólk verður að geta lesið sér til gagns ef það á að geta nálgast upplýsingarnar. Fólk sem hefur búið hér árum saman og getur ekki enn tjáð sig á íslensku, getur illa meðtekið skriflegar upplýsingar hvort heldur sem þær eru á fréttamiðlum eða ætlað þeim persónulega. Innflytjendur sem vilja taka þátt samfélaginu, ma. með því að kjósa fulltrúa til sveitarstjórnar verða sjálfir að taka ábyrgð, en það gera þeir eins og fyrr sagði með að afla sér þekkingar og skilnings á samfélaginu ásamt nauðsynlegri tungumálakunnáttu. Þegar þetta liggur fyrir er ég sannfærð um að innflytjendur flykkjast á kjörstað alveg eins og við hin sem höfum áhuga á stjórnmálum og uppbyggingu samfélagins sem við búum í. Hættið að láta eins og fólk hugsi ekki sjálft!

Skoða tillögur starfshópsins sem beindust að unga fólkinu seinna ;-) 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband