Jæja, þá er komið að því!

Fyrir um áratug síðan bjó ég um tíma á eyju í Karabíska hafinu. Það var afar sterk upplifun og mikil lífsreynsla. Þá bloggaði ég um mitt daglega líf og það sem fyrir augu bar á þessum framandi stað. Bloggið var annars vegar dagbókin mín og hins vegar fréttir og upplýsingar til minna nánustu. Ég hef ekki hugsað mikið um þessi skrif mín síðan, var satt að segja búin að gleyma þeim - það snjóar yfir mörg sporin á heilum áratug!  En núna, þegar ég fór að leita að stað fyrir Ofbjóðinn minn, hvað finn ég þá ekki nema gömlu bloggslóina og ef mér skjátlast ekki mikið þá er þetta allt þarna inni frá eyjadvölinni minni - með myndum og hvað eina :-)

En það var þá, nú er nú og ætla ég að einbeita mér að því sem fyrir augu og eyru ber í nútíðinni og fókusera á framtíðina fremur en að dvelja í fortíðinni. En við skulum alltaf vera minnug þess að það væri engin nútíð ef ekki hefði verið nein fortíð - og það er vísast einhver ástæða fyrir því hvernig flest er og hefur þróast. "Allt er útaf dottlu" eins og konan sagði :-)Þannig að fortíðarinnar verður líka minnst hér í Ofbjóðinum!


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband